

Alisha Lehmann landsliðskona Sviss og leikmaður Como á Ítalíu hefur birt myndir af því eftir að brotist var inn á heimili hennar á Ítalíu.
Lehmann er ein þekktasta knattspyrnukona í heimi en ekki kemur fram hvort þjófarnir hafi haft mikið af verðmætum með sér á brott.
Í svefnherbergi hennar sést hins vegar að búið var að rústa öllu.

„Getið þið gengið frá eftir ykkur næst, ég er með OCD,“ skrifar Lehmann við færslu á Instagram.
Lehmann lék áður með West Ham, Aston Villa og Juventus en hún hefur notið gríðarlega vinsælda innan sem utan vallar síðustu ár.