

Karim Benzema hefur útilokað að leggja skóna á hilluna næsta vor þegar samningur hans við Al Ittihad í Sádí Arabíu er á enda.
Benzema er 37 ára gamall en hann er orðaður við endurkomu til Evrópu.
„Þessa stundina er ég mjög sáttur hérna, ég fæa mikla virðingu hérna,“ segir Benzema.
„Samningur minn er að renna út, ég veit ekki hvort ég fari eða verði áfram. Ég verð 38 ára í desember.“
„Ég stefni á að spila fótbolta í tvö ár í viðbót, ég er í góðu líkamlegu formi og legg mikið á mig. Ég elska fótbolta, við sjáum hvað gerist.“
„Ég er með tilboð frá Evrópu, ég mun skoða allt,“ sagði Benzema sem er meðal annars orðaður við endurkomu til Real Madrid.