

KSÍ hefur birt á samfélagsmiðlum sínum myndband af því þegar landsliðið tapaði gegn Úkraínu á sunnudag, með því varð draumurinn um HM á næsta ári á enda.
Myndavélar KSÍ fengu að fara inn í klefa að leik loknum þar sem Arnar Gunnlaugsson reyndi að stappa stáli í niðurbrotna leikmenn.
„Það hefur enginn áhuga á að heyra einhver orð núna, þetta er sárt. Það er allt í lagi að faila í lífinu. Við lögðum allt í þetta,“ sagði Arnar við leikmenn liðsins.
Hann segir að stundum þurfi að koma upp svona staða svo að árangur náist.
„Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu til að eiga skilið að fara skrefinu lengra. Ég er stoltur af ykkur
„Mér fannst við gefa allt í þessa undankeppni, í þennan leik. Ég ætla ekki að haf þetta lengra.“
Ræðu Arnars og fleira til má sjá hér að neðan.
View this post on Instagram