
Niclas Fullkrug er ekki í áætlunum West Ham og má finna sér nýtt félag samkvæmt helstu miðlum.
Framherjinn stæðilegi gekk í raðir West Ham fyrir síðustu leiktíð en er ekki í stóru hlutverki.
Félagið hefur tjáð honum að hann megi finna sér nýtt félag og vill leikmaðurinn sjálfur fara.
Fullkrug, sem er samningsbundinn West Ham til 2028, hefur til að mynda verið orðaður við AC Milan en talið er að fleiri félög verði með í kapphlaupinu um hann.