
Arsenal leiðir kapphlaupið um hinn eftirsótta Etta Eyong hjá Levante, ef marka má spænska miðilinn Sport.
Þessi 21 árs gamli Kamerúni hefur verið í flottu formi á tímabilinu og vakið athygli stórliða á borð við Barcelona, Real Madrid, Manchester City, Manchester United. Nú þykir Arsenal þó líklegast.
Talið er að félagið gæti sótt leikmanninn strax í janúar. Í því tilfelli yrði hann þó lánaður strax aftur til Levante út leiktíðina.
Þess má geta að Levante hefur þegar hafnað 26 milljóna punda tilboði frá CSKA Moskvu fyrir janúargluggann, en leikmaðurinn hafði ekki áhuga á að fara til Rússlands.