fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 12:00

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane lét í sér heyra eftir 2-0 sigur Englands á Albaníu í lokaumferð undankeppninnar og gagnrýndi miðjumanninn Adam Wharton fyrir frammistöðu hans í Tirana.

England kláraði undankeppnina með fullu húsi stiga og fékk ekki á sig mark, en þrátt fyrir 2-0 sigur, þar sem Harry Kane skoraði tvö mörk undir lokin fannst Keane að Wharton hefði mátt sýna meira.

Wharton, 21 árs leikmaður Crystal Palace, fékk sinn fyrsta leik á meðal byrjunarliðsmanna en var tekinn af velli á 75. mínútu. Hann var einnig einn þeirra sem fengu gula spjaldið, ásamt Jude Bellingham.

Getty Images

Keane, sem er þekktur fyrir að segja sína skoðun, sagði í útsendingu ITV að Wharton væri „smá mjúkur“ og þyrfti að herðast ef hann ætti að festa sig í sessi á hæsta stigi.

„Ég hef gaman af Adam Wharton,“ sagði Keane.

„Margir miðjumenn í dag hugsa fyrst: ‘Get ég spilað aftur eða til hliðar?’ Hann horfir fyrst fram á við og það er styrkur.“

„En hann þarf að setja meiri kröfur á aðra. Hann er aðeins of mjúkur, þarf að öskra á menn: ‘Gefðu mér boltann!’ Ég gerði það alltaf. Settu kröfur á liðsfélagana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Í gær

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni