fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. nóvember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Isak segist ekki vilja afsaka slaka byrjun sína hjá Liverpool. Hann horfir þó jákvæðum augum á framhaldið.

Sóknarmaðurinn, sem kostaði félagið um 130 milljónir punda, hefur aðeins skorað eitt mark síðan hann knúði fram félagsskiptin frá Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar.

„Þetta hefur ekki verið frábært en ég er ekki að fara að nota neinar afsakanir,“ segir Isak, sem hefur einnig glímt töluvert við meiðsli.

„Það er erfitt að vera frá og ekki geta hjálpað. En nú er ég kominn aftur og jákvæður,“ segir Svíinn enn fremur.

Isak viðurkennir einnig að hann hafi verið töluvert langt frá því að vera í leikformi þegar hann kom frá Newcastle í sumar, enda var hann í stríði við félagið í allt sumar og að reyna að komast burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jökull Andrésson í FH

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið