
Goðsögnin Arjen Robben hefur snúið sér að padel. Hollendingurinn, sem hætti endanlega í fótbolta 2021, hefur æft íþróttina af krafti og keppir nú á alþjóðlegum mótum.
Robben fékk í fyrsta sinn stig á heimslista í ágúst þegar hann og Werner Lootsma komust í aðalkeppni FIP Bronze Westerbork-mótsins eftir 4–6, 6–3, 7–6 sigur í undanúrslitum.
Þeir féllu síðan úr leik í 32-liða úrslitum gegn sterkum andstæðingum, en fengu mikið lof frá sérfræðingum fyrir frammistöðu sína samt sem áður.
Robben, sem er í dag nr. 1.980 í heiminum, segir að hann sé rétt að byrja. „Ég tek sjálfan mig ekki of alvarlega, en reyni að berjast og vinna hvert stig.“
Robben hefur einnig lagt stund á langhlaup og kláraði til að mynda Rotterdam-maraþonið á 2 klukkustundum og 58 mínútum á síðasta ári.