
Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands tjáði sig um ósætti Jude Bellingham þegar hann var tekinn af velli í 2–0 sigri Englands á Albaníu í undankeppni HM í gær.
Bellingham, sem var á gulu spjaldi, var tekinn út á 84. mínútu. Var hann sjáanlega ósáttur en tók að lokum í hönd Tuchel.
„Ég sá að hann var ekki ánægður, en ég ætla ekki að gera mikið úr þessu. Við tökum ákvarðanir og leikmenn þurfa að virða þær. Hegðun og virðing gagnvart liðsfélögum skipta öllu. Við breytum ekki ákvörðun bara af því að einhver veifar höndunum,“ sagði Tuchel um málið.
England endaði með fullt hús stiga og fékk ekkert mark á sig í riðlinum. Harry Kane skoraði bæði mörkin í gær.