
Real Madrid og Manchester City eru á eftir Nathaniel Brown, vinstri bakverði Frankfurt, samkvæmt þýska blaðinu Bild.
Brown hefur verið orðaður við stórlið á Englandi og Spáni undanfarið en svo virðist sem þessi tvö félög séu líklegust um þessar mundir.
Brown gekk í raðir Frankfurt frá þýska B-deildarliðinu Nurnberg í fyrra fyrir um 2 milljónir punda en hefur verðmiðinn á honum meira en tífaldast síðan þá, að minnsta kosti.
Brown er samningsbundinn Frankfurt til 2030 og þýska félagið því í sterkri samningsstöðu.