
Tveir lykilmenn í varnarlínu Arsenal yfirgáfu landslið sín um helgina vegna meiðsla og hefur það skiljanlega valdið áhyggjum.
Um er að ræða þá Gabriel og Riccardo Calafiori, sem fóru snemma heim frá herbúðum brasilíska og ítalska landsliðsins eftir að hafa meiðst.
Eins og fjallað hefur verið um gæti Gabriel verið frá næstu vikurnar eftir meiðsli sem hann varð fyrir í 2-0 sigri á Senegal í vináttulandsleik, sem fór einmitt fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal.
Calafiori fór heim fyrir leik Ítalíu við Noreg en hann verður hins vegar alls ekki frá í langan tíma. Búist er við því að hann verði klár fyrir leik Arsenal við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Arsenal er á toppi deildarinnar en má alls ekki við því að missa lykilpósta úr liðinu, hvað þá Gabriel sem hefur verið einn þeirra allra besti maður.