fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. nóvember 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir lykilmenn í varnarlínu Arsenal yfirgáfu landslið sín um helgina vegna meiðsla og hefur það skiljanlega valdið áhyggjum.

Um er að ræða þá Gabriel og Riccardo Calafiori, sem fóru snemma heim frá herbúðum brasilíska og ítalska landsliðsins eftir að hafa meiðst.

Eins og fjallað hefur verið um gæti Gabriel verið frá næstu vikurnar eftir meiðsli sem hann varð fyrir í 2-0 sigri á Senegal í vináttulandsleik, sem fór einmitt fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal.

Calafiori fór heim fyrir leik Ítalíu við Noreg en hann verður hins vegar alls ekki frá í langan tíma. Búist er við því að hann verði klár fyrir leik Arsenal við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Arsenal er á toppi deildarinnar en má alls ekki við því að missa lykilpósta úr liðinu, hvað þá Gabriel sem hefur verið einn þeirra allra besti maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“
433Sport
Í gær

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni
433Sport
Í gær

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur