fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 13:31

Pedro Snær Riveros (Piti).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa Halldórsdóttir hefur lýst eftir syni sínum, hinum 25 ára gamla Pedro Snæ Riveros (Piti), sem hefur verið saknað síðan í byrjun ágúst.

Harpa birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun og veitti hún DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um hana.

„Stóri strákurinn minn hann Pedro Snær Riveros (Piti) er búinn að vera týndur síðan í byrjun ágúst. Hann sagðist vera á leið að vinna á skipinu Allure of the Seas sem kokkur. Það hefur ekki heyrst til hans síðan. Ef þið eruð á vappi um heiminn gætuð þið haft augun opin. Alþjóðadeild lögreglunnar er með málið en ekkert hefur komið út úr því enn. Læt fylgja með myndir síðan ég hitti hann í Barcelona í lok júlí, rétt áður en hann hvarf,” segir Harpa.

Hún tekur fram að Pedro sé mjög heilbrigður drengur, ekki í neinu rugli og smakki ekki einu sinni áfengi.

Í samtali við DV segir hún að skipið hafi lagt af stað frá Barcelona í sex mánaða siglingu í byrjun ágúst og hann hafi ætlað að fara um borð þar.

Pedro hefur aðallega verið búsettur á Spáni en bjó þó á Íslandi á unglingsárunum.

Harpa segir að hún hafi verið í reglulegum samskiptum við son sinn og það sé mjög ólíkt honum að láta ekki heyra frá sér. Tekur hún fram að hvorki vinir né fjölskylda hafi heyrt frá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra