fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 07:43

Marta Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir starfslokasamningar við stjórnendur hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, upp á tæplega 50 milljónir króna, voru gerðir á tímabilinu frá miðju síðasta ára til miðs þessa árs.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag og er í fréttinni vísað í svar skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu. Á tíu ára tímabili nema útgjöld vegna starfslokasamninga stjórnenda 370 milljónum króna.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið að annar samningurinn hafi spannað 15 mánuði en hinn 19 mánuði. Það lýsi sögulegum stjórnunarvanda á skóla- og frístundasviði þegar ítrekað þarf að gera dýra starfslokasamninga til að koma stjórnendum frá.

Þá gagnrýnir Marta það í samtali við blaðið að kjörnir fulltrúar þurfi að ganga sérstaklega á eftir því að fá upplýsingar um þessi mál og segir skort á gegnsæi ríkja í kerfinu.

„Þegar málaflokkurinn er vanfjármagnaður og þá ekki síst leikskólahlutinn, þá finnst mér þessar greiðslur vegna starfslokasamninga ansi háar,“ segir Marta meðal annars en nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“