fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. nóvember 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney segir að fyrirliði Sunderland, Granit Xhaka, sé líklega kaup tímabilsins hingað til í ensku úrvalsdeildinni.

Sunderland hefur byrjað tímabilið frábærlega eftir endurkomu sína í úrvalsdeildina og situr nú í fjórða sæti eftir 11 leiki með 19 stig.

Xhaka, sem kom frá Bayer Leverkusen síðasta sumar fyrir 13 milljónir punda, hefur verið lykilmaður í þessari velgengni. Hann hefur leikið alla mínútur liðsins í deildinni, skorað eitt mark og lagt upp þrjú.

Getty Images

Þessi 33 ára gamli Svisslendingur er með flestar stoðsendingar, flestar snertingar, flestar vel heppnaðar sendingar og fleiri unnar tæklingar en nokkur annar leikmaður Sunderland.

„Þegar hann kom aftur í úrvalsdeildina velti maður fyrir sér hvort hann gæti gert það aftur, sérstaklega með nýliðum. En þetta eru líklega kaup tímabilsins. Hann hefur verið frábær,“ segir Rooney.

Xhaka var áður hjá Arsenal í sjö ár og er vel liðinn hjá félaginu í dag, þó það hafi ekki verið svo alla tíð hans á Emirates.

„Eftir allt sem hann gekk í gegnum hjá Arsenal sýndi hann mikinn karakter. Hann hefur reynslu sem er ómetanleg fyrir þetta unga Sunderland-lið. Hann er eins og föðurímynd á vellinum og mikilvægur tengiliður milli leikmanna og þjálfara,“ segir Rooney enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Í gær

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því
433Sport
Í gær

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum