

Frank de Boer, sem átti eitt versta þjálfaratímabil í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir ólíklegt að hann snúi aftur í þjálfun.
Hollendingurinn var hjá Crystal Palace sumarið 2017 en var rekinn eftir aðeins fjóra deildarleiki, alla sem töpuðust og liðið skoraði ekkert mark á þeim tíma. De Boer var aðeins 77 daga í starfi og átti þar með styðstu þjálfaratíð í deildinni miðað við fjölda leikja, met sem síðar var jafnað af Sam Allardyce hjá Leeds.
Eftir dvölina hjá Palace þjálfaði hann Atlanta United, hollenska landsliðið og Al Jazira, en hefur verið án starfs í tvö ár.
Í viðtali við Voetbal International sagði De Boer að hann sakni ekki pressunnar.
„Aldrei segja aldrei, en ég er ekki spenntur. Ég sakna ekki allrar neikvæðninnar,“ sagði hann.
„Ég er þrefaldur afi, vinn með UEFA og sjónvarpi, á hús á Spáni og spila mikið padel. Ég er mjög ánægður.“
Eina sigurinn hans með Palace kom í deildarbikarnum gegn Ipswich.