fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. október 2025 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem lést þegar ekið var á hann á Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut mánudaginn 1. apríl 2025 var ofurölvi þegar slysið varð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið.

Maðurinn, sem var 49 ára, var á gangi yfir Reykjanesbraut norðan gatnamóta Breiðholtsbrautar/Nýbýlavegar þegar slysið varð.

Á sama tíma var Nissan Pathfinder-bifreið ekið norðaustur Reykjanesbraut og var henni ekið á manninn sem lést í slysinu. Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 14:42.

Í skýrslunni segir meðal annars:

„Ökumaður Nissan bifreiðarinnar kvaðst hafa verið á leið norður Reykjanesbraut. Hann var nýbúinn að aka undir brúna á vinstri akrein við gatnamót Breiðholtsbrautar/Nýbýlavegar þegar hann varð var við gangandi vegfaranda í vegkantinum austan við Reykjanesbraut. Hann hafi hægt á bifreiðinni þegar hann sá manninn sem þá hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina. Hann taldi að vegfarandinn hafi hrasað á leið yfir hægri akreinina en síðan staðið upp og haldið ákveðið áfram en hallandi fram inn á vinstri akreinina í veg fyrir bifreið hans. Að sögn vitnis, sem ók sömu leið, var vegfarandinn á gangi meðfram vegkantinum við hægri akrein og hafi hann farið hratt út á götuna um leið og vitnið ók framhjá honum, hrasað en náð undir sig fótunum en hrasað aftur og dottið í veg fyrir Nissan bifreiðina. Nokkur vitni, sem komu auga á vegfarandann þegar hann var á leið meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu viðkomandi ekki vera í líkamlegu ástandi til þess að vera þarna á ferð meðfram akbraut með háum leyfilegum hámarkshraða og mikilli umferð. Vegfarandinn hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum verið nálægt því að detta inn á Breiðholtsbrautina þegar hann gekk meðfram henni.“

Í skýrslu nefndarinnar er bent á að engar gönguleiðir séu yfir Reykjanesbraut á þessum stað og ekki sé gert ráð fyrir gangandi umferð í þessu umhverfi. Það að maðurinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar er nefnt sem ein af orsökum slyssins. Önnur orsök hafi verið sú að mikið magn áfengis var í blóði mannsins þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Í gær

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn
Fréttir
Í gær

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ
Fréttir
Í gær

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Appelsínugulri veðurviðvörun aflýst en sú gula stendur eftir – Fólk áfram beðið að halda sig heima

Appelsínugulri veðurviðvörun aflýst en sú gula stendur eftir – Fólk áfram beðið að halda sig heima