

Antony Ylano, 20 ára sóknarmaður hjá Piaui, lést í bílslysi í heimabæ sínum Altos í Brasilíu á dögunum.
Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum lenti Ylano á kú sem hafði gengið út á veginn þegar hann var á leið heim úr afmælisveislu föður síns. Lést leikmaðurinn á vettvangi.
Myndbandsupptökur frá öryggismyndavél sýna hvernig mótorhjól Ylano skall á dýrið áður en hann kastaðist af hjólinu. Lögreglan í Piaui hefur hafið rannsókn á orsök slyssins.
Ylano þótti mjög efnilegur á því svæði sem hann lék á í heimalandinu.
„Piaui Esporte Clube syrgir djúpt framherjann Antony Ylano, 20 ára, sem lést í slysi í Altos. Allar æfingar hafa verið felldar niður í dag til minningar um leikmanninn,“ segir í yfirlýsingu félags Ylano.