fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. október 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerome Boateng, fyrrum varnarmaður Bayern München og einn sigursælasti leikmaður félagsins á síðustu árum, hefur hætt við þjálfaranámskeið sitt hjá félaginu eftir harða gagnrýni stuðningsmanna vegna dómsmáls hans fyrir heimilisofbeldi.

Boateng, 37 ára, vann alla helstu titla á sínum tíu árum hjá Bayern frá 2011 til 2021, en utan vallar hefur hann verið umdeildur síðan.

Á síðasta ári var hann dæmdur fyrir líkamsárás gegn móður tvíburadætra sinna árið 2018 og fékk skilorðsbundna sekt upp á rúmlega 168 þúsund pund.

Þrátt fyrir það tilkynnti Bayern 17. október að Boateng fengi tækifæri til að hefja þjálfaranám innan félagsins og starfa við hlið Vincents Kompany, sem hann lék með hjá Manchester City. Félagið taldi það hluta af endurhæfingarferli hans.

En viðbrögð stuðningsmanna voru hörð og greinileg. Daginn eftir birtu Bayern-aðdáendur stóran borða í 2-1 sigri á Borussia Dortmund þar sem stóð: „Sá sem gefur gerandanum pláss, ber ábyrgð. Boateng, farðu!“

Kraftmikil mótmælin leiddu til þess að Boateng hætti strax við þátttöku sína í verkefninu. Bayern hefur ekki gefið frekari skýringar á málinu.

Boateng var dæmdur sekur fyrir að hafa bitið fyrrum eiginkonu sína. Boateng var einnig dæmdur sekur fyrir að hafa hrækt á hana blóði og kýlt hana í magan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift