fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. október 2025 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, viðurkenndi eftir 3-2 tap liðsins gegn Brentford um helgina að frammistaðan hefði verið sú versta á hans tíma hjá félaginu.

Liverpool hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og Slot sagði að liðið hefði átt í miklum vandræðum gegn leikstíl Brentford.

„Já, þetta var líklega versta frammistaðan á minni tíð hér,“ sagði Slot.

„Við gerðum ekki einu sinni grunnatriðin rétt. Þegar við lentum 1-0 og 2-0 undir misstum við stjórn á leiknum. Brentford vann alla baráttu og seinni bolta, og við náðum ekki að svara.“

Brentford stýrði leiknum með löngum sendingum, föstum leikatriðum og miklum krafti, og mörk frá Dango Ouattara, Kevin Schade og Igor Thiago tryggðu þeim sigurinn. Mohamed Salah og Milos Kerkez skoruðu fyrir Liverpool, en það dugði ekki.

Slot sagði að önnur lið væru farin að sjá ákveðna veikleika í Liverpool. „Lið vita hvernig á að spila gegn okkur. beint, löng innköst, föst leikatriði. Við höfum ekki fundið lausn á því enn. Að fá mark á sig eftir fimm mínútur hjálpaði okkur ekki heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire