fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 25. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, gæti yfirgefið félagið næsta sumar og það fyrir um 57 milljónir punda, samkvæmt fjölmiðlum á Englandi.

31 ára Portúgalinn hefur verið orðaður við brottför undanfarna mánuði og fékk í sumar risatilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann ákvað þó að hafna því og halda áfram á Old Trafford, þar sem hann telur sig enn geta hjálpað United að berjast aftur um titla, þrátt fyrir sveiflukennd ár hjá félaginu.

Nýjar fregnir herma þó að samningur Fernandes innihaldi sérstakt ákvæði sem gæti haft áhrif á framtíð hans. Þar kemur fram að hann geti gengið til liðs við félag utan ensku úrvalsdeildarinnar fyrir 57 milljónir punda, en ákvæðið gildir ekki fyrir önnur ensk lið.

Það þýðir að félög í Sádi-Arabíu, Spáni eða Ítalíu gætu bundið enda á dvöl hans hjá United næsta sumar ef þau ákveða að virkja ákvæðið.

Al-Hilal gæti því komið aftur til sögunnar og reynt enn einu sinni að ná í leikmanninn, sem er talinn lykilmaður bæði hjá United og portúgalska landsliðinu.

Framtíð Fernandes gæti því orðið eitt af stóru málunum fyrir næsta leikmannaglugga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift