

Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland í 0-3 útisigri á Maccabi Tel Aviv, íslenski markvörðurinn hefur endurheimt stöðuna í marki liðsins. Um var að ræða leik í Evrópudeildinni
Hákon Arnar Haraldsson spilaði tvær mínútur í 3-4 tapi Lille gegn PAOK frá Grikklandi, grísku gestirnir komust í 0-4 í leiknum.
Daníel Tristan Guðjohnsen var í banni hjá Malmö þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Dinamo Zagreb á heimavelli í sömu keppni.
Nottingham Forest lék sinn fyrsta leik undir stjórn Sean Dyche og vann 2-0 sigur á Porto, Morgan Gibbs-White og Igor Jesus skoruðu mörkin.
Í Sambandsdeildinin var Logi Tómasson í byrjunarliði Samsunspor þegar Tyrkirnir unnu 3-0 sigur á Dynamo Kiev á heimavelli.
Guðmundur Þórarinsson kom inn sem varamaður hjá FC Noah í jafntefli gegn CS Universitatea Craiova á útivelli.