fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. október 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugo Ekitike, framherji Liverpool, hefur opinberað hverja hann telur þrjá bestu kantmenn heims og þar er samherji hans Mohamed Salah á listanum, þrátt fyrir að hafa átt í erfiðleikum með formið undanfarið.

Franski sóknarmaðurinn, sem gekk til liðs við Liverpool frá Eintracht Frankfurt í sumar fyrir 79 milljónir punda, svaraði spurningum ESPN UK um hvaða leikmenn hann helst fylgist með.

Þegar hann var fyrst spurður um bestu framherja heims sagði hann: „[Erling] Haaland, [Kylian] Mbappé og [Robert] Lewandowski.“

Þá snerist umræðan að kantmönnum, og Ekitike svaraði: „[Lamine] Yamal, Salah og [Michael] Olise,“ og bætti við um leikmann Bayern München: „Hann er brjálaður, á besta hátt.“

Ummæli hans koma á sama tíma og Salah hefur verið í umræðunni eftir að Arne Slot, stjóri Liverpool, ákvað að setja hann á bekkinn í 5-1 sigri liðsins gegn Frankfurt í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

Sú ákvörðun reyndist farsæl, því liðið sýndi eina bestu sóknarframmistöðu sína á tímabilinu en það var viðbragð Salah við bekkjarsetunni sem vakti ekki minni athygli en sigurinn sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi
433Sport
Í gær

Eiður Smári við störf í London í gær – Fræg sjónvarpskona líkir honum við ótrúlegan karakter

Eiður Smári við störf í London í gær – Fræg sjónvarpskona líkir honum við ótrúlegan karakter