Ungstirnið Jobe Bellingham gæti verið á förum frá Borussia Dortmund í janúarglugganum eftir erfiða byrjun á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi.
Bellingham, sem gekk til liðs við Dortmund frá Sunderland síðasta sumar fyrir um 32 milljónir punda, hefur aðeins byrjað tvo leiki í Bundesliga og átt erfitt uppdráttar hjá þýska stórliðinu.
Í frétt Football Insider kemur fram að möguleg lausn sé að Bellingham fari aftur á láni til Sunderland, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, í janúar.
Auk Sunderland hafa Crystal Palace og Tottenham fylgst með stöðu Bellingham, sem er 20 ára gamall.