Þau Eduardo Aguilera Del Valle, fæddur árið 1982, og Maria Estrelle Jimenez Barull, fædd 1978, hafa verið sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á um 3,4 kg af kókaíni.
Fólkið flutti efnin með farþegaflugi frá Berlín til Keflavíkurflugvallar, hvort í sinni ferðatöskunni, þann 16. ágúst síðastliðinn.
Þau játuðu bæði brot sín fyrir dómi. Brotið telst mjög alvarlegt enda um mikið magn af kókaíni að ræða. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ekki er talið að þau hafi verið eigendur fíkniefnanna né tekið þátt í skipualagningu á kaupum og innflutningi þeirra til landsins með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin hingað til lands gegn greiðslu. En einnig er litið til þess að ákærðu fluttu til landsins verulegt magn af fremur sterku og sterku kókaíni sem ætlað var til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Niðurstaðan er sú að hvort um sig er dæmt í þriggja ára fangelsi, óskilorðsbundið. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald þeirra frá 17. ágúst.
Dóminn má lesa hér.