Framherjinn Ivan Toney er sagður vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, tæplega tveimur árum eftir að hann yfirgaf England og gekk til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu.
Toney gekk til liðs við Al-Ahli frá Brentford í ágúst 2024 fyrir um 40 milljónir punda og þénar samkvæmt fréttum um 400 þúsund pund á viku hjá félaginu. Þar hefur hann skorað 39 mörk í 56 leikjum og hjálpað liðinu að vinna Meistaradeild Asíu.
Þrátt fyrir að vera samningsbundinn til 2028, þá er Toney nú sagður opinn fyrir félagaskiptum í janúarglugganum, þar sem hann vonast til að endurheimta sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM 2026 í Norður-Ameríku.
Sögusagnir eru á Englandi um að West Ham hafi mikinn áhuga á að fá Toney til félagsins og að það sé þegar farið að vinna í því.
West Ham er í 19. sæti úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig og hefur einungis skorað sex mörk í átta leikjum. Forráðamenn félagsins telja Toney geta styrkt sóknarleikinn til muna.
Líklegt er að Toney, sem hefur skorað níu mörk og lagt upp tvö í tólf leikjum fyrir Al-Ahli, komi á láni til að byrja með, ef af skiptunum verður.