Það snjóaði á Akureyri í nótt og frameftir morgni, en þar fer fram leikur í Unglingadeild UEFA síðar í dag.
KA tekur á móti PAOK frá Grikklandi í 2. umferð keppninnar í dag. Um fyrri leik liðanna er að ræða. Akureyringarnir ungu gerðu frábærlega með að slá út Jelgava frá Lettlandi í 1. umferðinni.
Hefur verið unnið að því að skafa völlinn í dag, en leikurinn hefst klukkan 14. Vonandi henta aðstæður KA betur en gríska liðinu.
Hér að neðan má sjá mynd sem Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA birti í morgun.
Rúmir 6 tímar í kick off í Evrópuleik💛💙 pic.twitter.com/J7eepo4KQV
— saevar petursson (@saevarp) October 22, 2025