Viktor Bjarki Daðason skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Dortmund í sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Viktor kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir og í blálokin minnkaði hann muninn í 2-4. Stórkostlegur áfangi fyrir strákinn unga.
Viktor er aðeins 17 ára gamall og kom til FCK frá Fram í fyrra. Hefur hann heillað í akademíunni og verið í hóp með aðalliðin undanfarið. Lék hann sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.