fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 17:46

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blikar hafa ráðið fyrrum atvinnumanninn Emil Pálsson sem styrktarþjálfara elstu karlaflokka og kemur hann einnig inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla.

Miklar breytingar eru að eiga sér stað á bak við tjöldin hjá Blikum. Halldór Árnason var rekinn sem þjálfari í gær og er Ólafur Ingi Skúlason tekinn við. Fær hann nú Emil til liðs við sig.

Emil hefur eftir ferilinn getið sér gott orð í þjálfun hjá FH.

Tilkynning Breiðabliks
Emil Pálsson hefur verið ráðinn til Breiðabliks sem afreksþjálfari elstu karlaflokka félagsins. Hann kemur til með að hafa yfirumsjón með utanumhaldi, skipulagningu og þjálfun einstaklinga í elstu flokkum félagsins. Auk þess mun Emil vera hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla.

Emil átti farsælan feril sem leikmaður, þar sem hann lék m.a. sem atvinnumaður í Noregi í nokkur ár. Auk þess lék hann fyrir öll landslið Íslands. Eftir að ferlinum lauk hefur Emil sinnt þjálfun yngri flokka FH, auk þess að vera hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla.

Velkominn Emil!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“