fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. október 2025 16:16

Ian Watkins var að afplána 29 ára fangelsisdóm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á söngvaranum og dæmda barnaníðingnum Ian Watkins í fangelsi í Bretlandi. Fyrir höfðu tveir menn verið handteknir og ákærðir fyrir morðið.

Eins og DV og fleiri miðlar greindu frá um miðjan mánuðinn var hinn velski Watkins, áður söngvari rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, skorinn á háls í Wakefield fangelsinu í Bretlandi. Watkins var að afplána 29 ára fangelsisdóm vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt niður í eins árs gömul, og vörslu barnakláms og dýrakláms.

Greint var frá því að tveir samfangar hans, hinn 25  ára Rashid Gedel, og hinn 43 ára Samuel Dodsworth, hafi verið handteknir og ákærðir fyrir morðið.

Sjá einnig:

Upplýsingar um morðið á Ian Watkins koma í dagsljósið – „Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki gerst fyrr“

Nú hafa tveir aðrir fangar verið handteknir og grunaðir um aðkomu að morðinu. Hafa þeir ekki verið nafngreindir líkt og hinir tveir en samkvæmt rokkmiðlinum Blabbermouth er annar þeirra 23 ára og hinn 39 ára.

Kemur fram að þeir verði yfirheyrðir í dag, fimmtudaginn 21. október, og að því loknu verði þeir settir aftur í varðhald í Wakefield á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“