Jamie Carragher er ósáttur með það sem hann segir að öll lið í ensku úrvalsdeildinni hafi tekið upp á þessu tímabili, löngum innköstum.
Carragher segir að löng innköst séu orðin allt of algeng og bendir á tölfræði. Síðan 2015-2016 hefur meðaltalið verið 1,38 löng innkast í leik, en á yfirstandandi tímabili hefur talan hækkað í 3,85.
„Ég skil að lið neðar í töflunni eða í fallbaráttu noti löng innköst því þau hafa ekki alltaf gæðin til að koma boltanum inn í teig með öðrum hætti,“ segir Carragher og heldur áfram.
„En nú virðist nánast hvert einasta lið í deildinni vera að gera þetta. Tölurnar eru fáránlegar.“
Brentford hefur lengi verið þekkt fyrir að nýta löng innköst sem vopn og stjóri liðsins, Keith Andrews, talaði um málið nýlega.
„Það er ákveðin hroki í fótboltanum gagnvart löngum innköstum. En ef þú hefur þau í þínu vopnabúri væri mjög heimskulegt að nýta þau ekki,“ sagði hann.