fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher er ósáttur með það sem hann segir að öll lið í ensku úrvalsdeildinni hafi tekið upp á þessu tímabili, löngum innköstum.

Carragher segir að löng innköst séu orðin allt of algeng og bendir á tölfræði. Síðan 2015-2016 hefur meðaltalið verið 1,38 löng innkast í leik, en á yfirstandandi tímabili hefur talan hækkað í 3,85.

„Ég skil að lið neðar í töflunni eða í fallbaráttu noti löng innköst því þau hafa ekki alltaf gæðin til að koma boltanum inn í teig með öðrum hætti,“ segir Carragher og heldur áfram.

„En nú virðist nánast hvert einasta lið í deildinni vera að gera þetta. Tölurnar eru fáránlegar.“

Brentford hefur lengi verið þekkt fyrir að nýta löng innköst sem vopn og stjóri liðsins, Keith Andrews, talaði um málið nýlega.

„Það er ákveðin hroki í fótboltanum gagnvart löngum innköstum. En ef þú hefur þau í þínu vopnabúri væri mjög heimskulegt að nýta þau ekki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Réðst á hárprúða manninn og fær þunga refsingu

Réðst á hárprúða manninn og fær þunga refsingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KA tekur á móti PAOK á Akureyri

KA tekur á móti PAOK á Akureyri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Í gær

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Í gær

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann