fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona stendur frammi fyrir alvarlegri fjármálakreppu eftir að nýjasta ársreikningur félagsins sýndi að félagið skuldi enn 159 milljónir evra í ógreiddum leikmannakaupum.

Ársreikningurinn var kynntur á aðalfundi félagsmanna á mánudag, þar sem ljóst var að efnahagsvandræði Katalóníuliðsins halda áfram að setja mark sitt á starfsemina. Þrátt fyrir að hluthafar hafi samþykkt reikningana og nýja fjárhagsáætlun, vakti það mikla athygli að félagið skuldi enn 138 milljónir punda vegna leikmannakaupa, skuldir sem vaxa hratt.

Af þeirri upphæð þarf Barcelona að greiða 140 milljónir evra (121 milljón punda) fyrir lok yfirstandandi tímabils, sem er veruleg hækkun frá 45 milljónum evra á síðasta ári.

Stór hluti skuldarinnar tengist kaupum félagsins sumarið 2022, þegar Barcelona keypti Robert Lewandowski, Raphinha og Jules Koundé fyrir samanlagt 150 milljónir evra. Enn eru ógreiddar 42 milljónir evra vegna Raphinha frá Leeds, 25 milljónir vegna Koundé frá Sevilla og 10 milljónir vegna Lewandowski frá Bayern München.

Félagið skuldar einnig 18 milljónir evra til RB Leipzig vegna Dani Olmo og 13,5 milljónir til Manchester City fyrir Ferran Torres.

Enn verra er að hluti skuldanna tengist leikmönnum sem ekki eru lengur hjá félaginu. Þrátt fyrir að hafa selt Vitor Roque til Palmeiras í sumar, skuldar Barcelona enn 17 milljónir evra til Athletico Paranaense.

Tafir á endurbyggingu Spotify Camp Nou hafa dregið verulega úr tekjum félagsins, þar sem liðið hefur þurft að leika heimaleiki utan síns eigin vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“