fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. október 2025 13:00

Páll segir stöðuna á fasteignamarkaðinum búna að vera erfiða undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagaleg óvissa ríkir um verðtryggð lán eftir nýfallinn hæstaréttardóm og fjármálastofnanir hafa því sett afgreiðslu þeirra á bið. Fasteignasali segir markaðinn hafa verið frosinn undanfarið.

„Ég fer að tala við fólkið mitt og spyrja hvernig sé mætingin á opin hús: Það er enginn að mæta á opin hús,“ sagði fasteignasalinn Páll Pálsson í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun aðspurður um hvernig staðan hefði verið undanfarið á fasteignamarkaðinum.

Eiginkona hans sjái um að taka við fyrirspurnum en þær hafi ekki verið að berast. Það sama hafi verið uppi á teningnum hjá öðrum fasteignasölum sem hann hafi rætt við, harðduglegu fólki á markaðinum. „Það er ekkert í gangi,“ sagði Páll.

Hjarðhegðun Íslendinga

Hann segir hins vegar að framan af hafi árið verið mjög gott. Síðasta ár hafi verið eitt af þeim bestu í sögunni og það sem af er ári sé salan aðeins um 6 prósentum minni. Þá hafi lántakan í júlímánuði verið sú mesta í einum mánuði síðan árið 2021 þegar fasteignasala var í hæstu hæðum.

Páll segir að dýfan núna geti skýrst af hjarðhegðun. „Við erum hjarðhegðunarfólk og það eru svona utanaðkomandi atriði, eins og umfjöllun, sem geta haft þetta að verkum,“ sagði Páll.

Flugfélagið Play hafi farið á hausinn. Svo hafi stýrivextir ekki lækkað og ekki sé búist við því að þeir lækki fyrr en á næsta ári.

Dómur setti allt á hliðina

Þá hafi nýfallinn dómur hæstaréttar í vaxtamálinu sett allt á hliðina um tíma. Eftir að dómurinn féll hafi fjármálastofnanir sett afgreiðslu verðtryggðra lána á bið. En vanalega eru um 60 prósent allra húsnæðislána verðtryggð.

Páll sagði að verið væri að reyna að leysa málin hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Hugsanleg lausn væru að allir færu í óverðtryggð lán en að hluti af vöxtunum yrði greiddur í lokin þannig að fólk ráði við afborganirnar.

„Þetta er lagalega óvissa. Þeir vita ekkert hvað eigi að gera við þessi verðtryggðu lán. Við hvað eigi að tengja þau. Óverðtryggð lán tengjast alltaf við stýrivexti en þeir hafa verðlagt verðtryggðu lánin eftir raunvöxtum, munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum,“ sagði Páll.

Skrýtið að stöðva samþykkt lán

Sagðist hann hins vegar ekki skilja hvers vegna samþykkt verðtryggð lán hafi verið stöðvuð.

„Fólk er búið að kaupa og fólk er búið að fá samþykkt fyrir greiðslumatinu. Af hverju eru þau lánaskjöl ekki bara gefin út? Af hverju eru þau verkefni ekki kláruð og allar nýjar umsóknir fara kannski á smá bið eða í röð. Þetta finnst mér sérstakt,“ sagði Páll.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó
Fréttir
Í gær

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar