fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. október 2025 10:20

Víkingur Heiðar Ólafsson. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurlandaráð hefur opinberað hver hljóta hin virtu verðlaun á sviði bókmennta, barna- og unglingabókmennta, kvikmynda, tónlistar og umhverfis. Verðlaunaféð fyrir hver verðlaun eru 300.000 danskar krónur og verða þau veitt í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi hinn 28. október.

Víkingur Ólafsson píanóleikari hlaut tónlistarverðlaunin en hann hefur í tvígang áður verið tilnefndur til þeirra verðlauna.

Í ár falla bæði bókmenntaverðlaunin og kvikmyndaverðlaunin í skaut Færeyinga. Þetta er í fyrsta sinn sem færeysk kvikmynd er tilnefnd til kvikmyndaverðlaunanna og er það myndin Seinasta paradís á jørð sem hlýtur þau. Bókmenntaverðlaunin fær Vónbjørt Vang fyrir ljóðasafnið Svørt orkidé og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1986 sem færeyskur rithöfundur hlýtur verðlaunin.

Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin í ár hlýtur hin sænska Sara Lundberg fyrir myndabókina Ingen utom jag.


Þema umhverfisverðlaunanna í ár er „þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum“ og eru þau veitt verkefninu Grønne Nabofællesskaber frá Danmörku.

Verðlaunahafarnir munu taka við verðlaunagripnum Nordlys við hátíðlega athöfn í sænska þinginu 28. október kl. 18 að sænskum tíma, í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Tekin verða viðtöl við verðlaunahafana í beinni útsendingu á sérstakri athöfn í Kulturhuset Stadsteatern í Stokkhólmi 27. október kl. 19 að sænskum tíma og þar gefst einnig tækifæri til að sjá verðlaunakvikmyndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“