fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. október 2025 10:30

Merkingarnar eru í áberandi appelsínugulum lit. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áberandi merkingar fyrir hlaupafólk hefur valdið fjaðrafoki í Hafnarfirði. Sumir telja þetta óþolandi sóðaskap en aðrir hafa af þessu minni áhyggjur.

„Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar víða hér í Hafnarfirði,“ segir upphafsmaður umræðunnar í íbúagrúbbu í Hafnarfirði.

Birtar eru myndir þar sem sjá má áberandi málaðar appelsínugular merkingar við Norðurbakkann við Hafnarfjarðarhöfn. Væntanlega merkingar fyrir hlaupafólk. En ýmis hlaup eru reglulega á svæðinu, svo sem Flensborgarhlaupið, Hafnarfjarðarhlaupið og Hjartadagshlaupið.

Óvirðing fyrir umhverfinu

„Mæli með það þessir sóðar sjái sóma sinn í að fjarlæga þetta krot sem allra fyrst eða standa straum af þeim kostnaði sem það hefur í för með sér að fjarlægja það. Hér eru myndir af hluta af þessu stétta kroti sem gert er með málningu sem erfitt er að fjarlægja. Leitt er hve sumir geta borið litla virðingu fyrir umhverfinu,“ segir sá sem hóf umræðuna og er greinilega lítt skemmt yfir þessum áberandi merkingum.

Taka margir Hafnfirðingar undir með honum og segja að þetta þurfi að fjarlægja af götunum.

„Ég er sammála, þetta er mjög sóðalegt,“ segir ein kona. „Lágmark að Þrífa, takk,“ segir einn maður.

„Væl“ og „röfl“

Aðrir saka þá sem kvarta undan þessu um „væl“ eða „röfl.“ Merkingarnar fari af með tímanum.

„Öllu er hægt að væla yfir !!!! Þetta er eftir hlaupa keppni og skolast með tímanum þangað til verður þú bara láta það nægja að heyra í Útvarp sögu,“ segir einn.

„Ekki að ég sé í forsvari fyrir neinn hlaupahóp, en þetta er alveg þekkt og hefur verið gert oft áður. þetta er spray sem er ekki permanant, það er að segja það veðrast auðveldlega af,“ segir annar.

Ekki farið eftir þrjú ár

Aðrir eru ekki sannfærðir um að merkingarnar fari svo glöggt. Ein kona segist hafa persónulega reynslu af slíkri málningu.

„Það var spreyjað fyrir frama húsið hjà mér fyrir 3 árum, hlaupaleið, það er enn ekki farið af. Það var líka sagt þá: „þetta fer af i næstu rigningu”,“ segir hún.

„Það hefur þurft sérstaklega að merkja hvar á að byrja. Þetti virðist vera merkispray sem fæst td í Húsasmiðjunni og Byko og það fer ekkert fyrr nema með háþrýstidælu,“ segir einn maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“