fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. október 2025 09:30

John Lennon. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. desember 1980 skaut Mark David Chapman Bítilinn ástsæla, John Lennon, til bana fyrir utan heimili hans, Dakota-bygginguna á Manhattan í New York. Lennon var fertugur að aldri. Chapman hlaut 20 ára til lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

Í lok ágúst mætti Chapman fyrir reynslulausnarnefnd þar sem hann freistaði þess að fá reynslulausn en hann hefur setið inni í 45 ár. The Post greinir frá samkvæmt skjölum sem þeir hafa aðgang að.

Fyrir nefndinni sagðist Chapman hafa myrt Lennon vegna aumkunarverðrar löngunar sinnar til að „verða einhver“.

„Þetta var því miður gert bara fyrir mig og mig einan og það hafði allt að gera með vinsældir hans,“ sagði Chapman, 70 ára, sem afplánar dóm sinn í Green Haven fangelsinu í Dutchess-sýslu.

„Glæpur minn var algjörlega eigingjarn.“

Mark Chapman í dag.

Um er að ræða 14 tilraun Chapman til að reynslulausn, sem var enn á ný hafnað. Hann baðst afsökunar á að hafa valdið aðdáendum og vinum Lennon „eyðileggingu“ en samkvæmt gögnum mun nefndin ekki hafa fundið fyrir iðrun hjá Chapman. Aðspurður af hverju hann  vildi myrða Lennon, svaraði hann: „Til að verða frægur, til að vera eitthvað sem ég var ekki.“

„Og þá áttaði ég mig bara á því, hei, það er markmið hér,“ hélt Chapman áfram. „Ég þarf ekki að deyja og ég get verið einhver. Ég hafði sokkið svona lágt.“

Orð hans ríma við svipaðar yfirlýsingar sem Chapman hefur látið falla fyrir nefndinni um frægð og að hann væri að leita að frægð „og hefði illsku í hjarta sínu“.

Fyrir nefndinni sagðist Chapman hafa flogið til New York frá Hawaii nokkrum mánuðum áður, í þeim tilgangi að drepa Lennon eftir að Chapman hafði samsamað sig við Holden Caulfield úr The Catcher in the Rye og talið Lennon vera „falskan“.

Chapman, sem þá var 25 ára, beið eftir Lennon fyrir utan bygginguna, en hann mætti ​​aldrei.

Tveimur mánuðum síðar kom hann aftur „eftir að áráttan fór að magnast aftur.“

„Þann morgun þann 8. vissi ég þetta bara. Ég veit ekki hvernig ég vissi það en ég vissi bara að þetta yrði dagurinn sem ég myndi hitta hann og drepa hann,“ sagði Chapman.

Þegar Lennon steig út úr lúxusbifreið með eiginkonu sinni Yoko Ono, skaut Chapman Lennon fjórum sinnum í bakið.

Forsíða New York Post 9. desember 1980.

Á undanförnum árum hefur Chapman eytt tíma sínum í biblíunám á hverju kvöldi, spilað blak með öðrum föngum og spjallað við eiginkonu sína, Gloriu, sem hann hefur verið giftur í 46 ár.

Chapman hefur lýst yfir iðrun vegna morðsins í nokkrum yfirheyrslum um reynslulausn, þar á meðal þeirri nýjustu.

„Þetta var manneskja,“ sagði hann um Lennon. „Hérna lifi ég svo miklu lengur, og ekki bara fjölskylda hans, heldur vinir hans og aðdáendur, ég biðst afsökunar á þeirri eyðileggingu sem ég olli ykkur, þeirri kvöl sem þau hljóta að hafa gengið í gegnum. Ég hafði alls ekki hugsað um það þegar glæpurinn var framinn, mér var alveg sama.“

Þrátt fyrir afsökunarbeiðni hans komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að hann skorti „einlæga iðrun eða raunverulega samúð“ með þolendum. Hann á næst rétt á reynslulausn árið 2027.

Chapman segir nú að hann vilji frekar forðast sviðsljósið.

„Ég hef engan áhuga á að vera frægur,“ sagði hann. „Settu mig undir teppi einhvers staðar. Ég vil ekki vera frægur lengur, punktur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“