fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Sífellt sterkari tengsl milli klámneyslu og lýsinga þolenda

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. október 2025 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. 

Í grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Jennýjar Árnadóttur, leik- og grunnskólakennara, kemur fram að ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun.

„Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki.“

Segja þær að bregðast þurfi við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi.

„Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni.“

Benda þær á að hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verði að gera slíka orðræðu refsiverða og fylgja þannig tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna.

„Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi.

Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“