Búist er við að hinn 38 ára gamli, Lionel Messi muni skrifa undir nýjan samning við Inter Miami á næstu dögum.
Messi er að verða samningslaus í lok árs en þarf að halda sér gangandi fyrir HM næsta sumar.
Messi hefur vakið mikla lukku í MLS deildinni og hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum fyrir liðið.
Nokkrar breytingar eru boðaðar hjá Inter Miami en Sergio Busquets og Jordi Alba eru að leggja skóna á hilluna.
Neymar hefur verið orðaður við félagið en Messi hefur verið duglegur að fá vini sína til Miami.