fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. október 2025 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn sýnir svart á hvítu að Eflingarfélagar eru með lang lægstu tekjurnar á íslenskum vinnumarkaði. Fast að helmingur Eflingarfélaga hefur heildar atvinnutekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði, meira en tvöfalt hærra hlutfall en hjá öðru launafólki innan ASÍ og BSRB.

Í tilkynningu frá Eflingu segir að himinn og haf er milli atvinnutekna Eflingarfélaga borið saman við félaga í öðrum aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Hlutfall þeirra félagsmanna í hinum aðildarfélögunum sem hafa atvinnutekjur undir 500 þúsund krónum er þannig 22 prósent á meðan hlutfallið hjá Eflingarfélögum er 42 prósent. 

Þegar hærri tekjuhópar eru skoðaðir, snúist dæmið við, þar sem sárafáir Eflingarfélagar hafa atvinnutekjur yfir eina milljón, en fast að fjórðungur félagsmanna í öðrum aðildarfélögum heildarsamtakanna tveggja. 

80 prósent Eflingarfélaga eru í lægstu tekjuhópunum

Um er að ræða nýja skýrslu Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðu launafólks á Íslandi. Varða hefur árlega síðustu fimm ár lagt fyrir sambærilega könnun meðal launafólks. Efling fékk Vörðu til að framkvæma sérvinnslu úr gögnunum fyrir stéttarfélagið og er vitnað í þá skýrslu hér samkvæmt tilkynningu Eflingar.

Áberandi er hversu hátt hlutfall Eflingarfélaga er í lægri tekjuhópum samanborið við félagsfólk í öðrum stéttarfélögum. Þannig hafa 37 prósent Eflingarfélaga mánaðartekjur á bilinu 500-749 þúsund krónur, borið saman við 30 prósent meðal annars launafólks innan ASÍ og BSRB.

Eftir því sem tekjurnar hækka snúast þessi hlutföll skarpt við. Þannig hafa 14 prósent Eflingarfélaga atvinnutekjur á bilinu 750-999 þúsund krónur, borið saman við 25 prósent annars launafólks. 

Aðeins 7 prósent Eflingarfélaga hafa heildartekjur yfir eina milljón króna á mánuði. Það er mun lægra hlutfall en meðal félaga í öðrum aðildarfélögum innan ASÍ og BSRB, þar sem 23 prósent allra þeirra félagsmanna hafa atvinnutekjur yfir eina milljón króna á mánuði. Munurinn eykst enn ef horft er á þá sem hafa hærri tekjur. Alls 10 prósent félagsmanna innan ASÍ og BSRB hafa tekjur yfir 1,25 milljónir á móti 2 prósentum Eflingarfélaga. 

Lág laun endurspeglast í lakari fjárhagsstöðu

Efling segir að í ljósi þessarar niðurstöðu þurfi ekki að koma á óvart að fjárhagsstaða Eflingarfélaga er markvert lakari en fjárhagsstaða annars launafólks. Fjórir af hverjum tíu Eflingarfélögum búa þannig við skort, eða verulegan skort, á efnislegum og félagslegum gæðum. Það birtist í mun lakari stöðu Eflingarfélaga á húsnæðismarkaði, minni sparnaði og hærra hlutfalli sem hefur skammtímaskuldir. 

Þá hefur stór hluti Eflingarfélaga sem eiga börn ekki fjárhagslegt svigrúm til að greiða fyrir grunnþætti fyrir börn sín, eins og tómstundir eða útgjöld tengd námi þeirra.

Niðurstöður könnunar Vörðu sýni að sögn Eflingar hversu djúp gjá er milli verkafólks og annarra hópa á íslenskum vinnumarkaðir. Nánar verður fjallað um fjárhagsstöðu Eflingarfélaga, sem og aðrar niðurstöður könnunar Vörðu, á næstu dögum á vefsíðu Eflingar stéttarfélags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð