fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. október 2025 13:00

Maðurinn keypti nýlega regnbuxur á Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður keypti sér buxur á Amazon. Þegar hann fékk þær í hendur leyndist miði í vasanum. Sá miði var pöntun frá íslenskum pizza stað.

Maðurinn, John Hnat að nafni frá borginni Cleveland í Ohio fylki í Bandaríkjunum, greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Það er í grúbbunni Dull Men´s Club á Facebook.

Langt ferðalag buxnanna

Greinir hann frá því að hafa í síðustu viku keypt sér buxur, það er svartar regnbuxur í stærðinni 34/34, frá vefversluninni Amazon.

„Þegar þeir komu mátaði ég þá, setti hendurnar í vasana, og fann eitthvað í einum vasanum. Ég hélt fyrst að þetta væri einn af þessum sílica gel pökkum,“ segir Hnat í færslunni.

Hann veiddi þetta úr buxunum og sá að þetta var kvittun. Pöntunarmiði frá Black Crust Pizzeria. Hann fór á leitarvélina Google og sá að um veitingastað á Íslandi var að ræða. Um 2800 mílur, eða 4500 kílómetra og einu hafi í burtu frá úthverfinu í Cleveland sem hann býr í. Var kvittunin dagsett þann 20. september.

Miðinn sem Hnat fann í buxum sínum. Skjáskot/Facebook

„Svo það besta sem ég get séð, einhver annar hafði keypt þessar buxur, farið í þær, fengið sér bragðgóðan hádegisverð, hent kvittuninni í vasann, og skilað síðan buxunum til Amazon,“ segir Hnat.

„Nýjir hlutir“

Þetta vakti hann til umhugsunar um „nýja“ hluti sem við kaupum.

„Ég hef aldrei látið eins og hver „nýr“ hlutur á Amazon sé 100% nýr, eða að hver skilaður hlutur verði sendur aftur til framleiðanda í stað þess að vera endurunninn til næsta kaupanda,“ segir hann. „En það var frekar fyndið að sjá þetta hugtak í raun … og að sjá að þessar buxur voru með nokkuð ferðalag að baki, um 2-3 vikur.“

Ætlar til Íslands að fá sér pizzu

Þetta vakti hann einnig til umhugsunar um Ísland og hvatti hann til að heimsækja landið.

„Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland, og nú hef ég auka ástæðu — til að heimsækja Black Crust Pizzeria og sjá hvað þetta snýst allt saman um,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina