Rafvarnarvopnum hefur verið beitt sjö sinnum frá því að þau voru tekin í notkun hér á landi árið 2024. Þau hafa hins vegar verið notuð töluvert oftar til að ógna. Vísir greinir frá.
Afbrotafræðingurinn Margrét Valdimarsdóttir segir jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt. Hún segir í viðtali við Vísi að við skulum líta það jákvæðum augum að nóg sé að hóta beitingu rafvopnsins en það sé ekki notað í raun og veru gegn borgurum eða fólki sem þarf að handtaka.
Hún segir ennfremur um markmiðið með innleiðingu rafvarnarvopna:
„Markmiðið með innleiðingu rafvopna, rafvarnarvopna, var fyrst og fremst að fækka þeim tilvikum þar sem annað hvort lögreglumenn eða borgarar slasast við afskipti, til dæmis þegar grípa þarf til handtöku einstaklings sem veitir mótspyrnu og einnig að draga úr alvarlegri valdbeitingu, til dæmis að koma í veg fyrir að lögreglan þurfi að vopnast skotvopni.“