fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. október 2025 07:30

Útbrot eftir kláðamaur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamiðlar á Bretlandi greina frá verulegri aukningu á tilfellum kláðamaura og má með sanni segja að um faraldur sé að ræða.

Um er að ræða örsmáan áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Kvendýrið grefur sig undir húð fólks og verpir þar eggjum sínum sem  veldur útbrotum, misalvarlegum eftir einstaklingum, og húðsýkingu. Fórnarlömb maursins upplifa mikinn og óþægilegan kláða, sérstaklega á nóttunni.

Einkennin verða yfirleitt sérstaklega svæsin á svæðum eins og milli fingra, á úlnliðum, á lærum og rass- og kynfærasvæði sem og undir höndum.

Smásjármynd af kláðamaur. Mynd/Vísindavefurinn

Illi heilli berst óværan hratt milli fólks við nána snertingu. Það er algengur misskilningur að kláðamaur tengist skorti á hreinlæti en það er víðs fjarri sannleikanum. Það geta einfaldlega allir smitast af kláðamaur.

Þá tekur allt að því mánuð að verða var við einkenni eftir smit.

Meðferð við kláðamaur er tiltölulega einföld og áhrifamikil en mikilvægt er að settum reglum sé fylgt nákvæmlega.

Um er að ræða tiltekið krem sem þarf að bera á allan líkamann en virkar þó ekki alltaf. Í slíkum tilvikum er lyfinu Ivermectin stundum ávísað til að vinna á maurnum, en áhugafólk um Covid-heimsfaraldurinn og samsæriskenningar þekkir lyfið vel.

Ásamt höfuðlús hefur kláðamaur fylgt manninum frá örófi alda en útilokað virðist vera að útrýma þessum kvikindum. Kláðamaurar ollu talsverðum usla á miðöldum enda engin úrræði varðandi meðferðir og fólk varð því oft viðþolslaust að kláða. Sé ekki unnið á maurnum getur það leitt til alvarlegra sýkinga og það voru örlög margra á árum áður.

Hér má lesa nánar um kláðamaur á Vísindavefnum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Í gær

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður
Fréttir
Í gær

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“