fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Viðraði vel til loftmyndatöku

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. október 2025 09:59

Í sumar náðist að taka loftmyndir af 33.000 km2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið í sumar var óvenju gott sérstaklega með tilliti til loftmyndatöku. Hægt var að taka loftmyndir í öllum landshlutum en oft er það þannig með íslenska sumarið að sólardögum er misskipt milli austur- og vesturhluta landsins.

Fyrir þremur árum náðist að endurnýja myndir af öllu hálendi landsins og hefur fyrirtækið síðan þá einbeitt sér að því að uppfæra örar og með meiri upplausn allt láglendi landsins. Í sumar náðist að taka loftmyndir af 33.000 km2. Næstu ár verður haldið áfram að vinna samkvæmt þessari áætlun þannig að öll svæði í byggð og þar sem búskapur er verði endurnýjuð með eins til fjögurra ára millibili, eins og segir í tilkynningu.

Hægt að greina smáatriði á jörðu niðri með loftmyndum sem áður var óaðgengilegt

Í sumar tóku Loftmyndir ehf. nýja tækni í gagnið við loftmyndatöku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem allt svæðið var fangað með 5 sentimetra upplausn. Þetta er fyrsta skiptið sem slíkri nákvæmni er hægt að beita í loftmyndatökum hér á landi, og gerir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., ráð fyrir að ýmsir notendur, frá skipulagsyfirvöldum til áhugafólks um landafræði, geti greint smáatriði sem áður voru óaðgengileg.

Þessar nýju og nákvæmu loftmyndir verða aðgengilegar á vefnum map.is, þar sem almenningur getur þegar skoðað loftmyndir allt aftur til ársins 1996. Aðgangurinn er ókeypis og hefur vefurinn reynst mikilvægur vettvangur til að bera saman breytingar á byggð, gróðri og landslagi yfir áratuga skeið.

Samkvæmt Karli Arnari mun nýja upplausnin gagnast meðal annars við skipulagsgerð, rannsóknir og kortlagningu innviða. „Þetta er stór áfangi í þróun loftmynda af Íslandi,“ bætir Karl Arnar við. „Með betri gæðum verður auðveldara að sjá smærri atriði sem skipta máli í daglegu lífi.“

Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda eru unnin upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“