fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Klappir og EFLA í samstarf

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. október 2025 07:21

Eva Yngvadóttir EFLU, Hulda Þórhallsdóttir Klöppum, Helga J. Bjarnadóttir EFLU, og Íris Rún Karlsdóttir Klöppum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir og EFLA verkfræðistofa tilkynntu í gær um stefnumarkandi samstarf fyrirtækjanna. Samstarfið mun sameina hugbúnaðarlausnir Klappa og sérfræðiráðgjöf EFLU til að veita íslenskum fyrirtækjum heildstæða lausn á sviði sjálfbærniupplýsingagjafar og vinnu við gerð og yfirferð á sjáflbærniskýrslum.

Samstarfið mun veita núverandi viðskiptavinum Klappa enn betri þjónustu og mæta vaxandi eftirspurn í ráðgjafaþjónustu varðandi sjálfbærniuppgjör. EFLA verður þar mjög virkur þátttakandi í samstarfsneti Klappa með megin áherslu á aðstoð við gerð og yfirferð á sjálfbærniuppgjöri fyrirtækja, eins og segir í tilkynningu.

„Samstarfið við EFLU er gríðarlega mikilvægt, með því að sameina krafta beggja fyrirtækja sköpum við grundvöll til að veita fleiri fyrirtækjum enn betri þjónustu við utanumhald og gerð sjálfbærniuppgjöra. Eftirspurn eftir sjálfbærniskýrslugerð og ráðgjöf hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og færri hafa komist að en vilja. Það er afar mikilvægt að íslensk fyrirtæki haldi áfram á sinni sjálfbærnivegferð og nákvæmt umhverfisbókhald er lykilatriði í að Ísland nái sínum markmiðum í loftslagsmálum,segir Íris Karlsdóttir, Framkvæmdastjóri Samstarfs hjá Klöppum.

Hjálpa íslenskum fyrirtækjum að vera í fararbroddi á sviði sjálfbærni

„Samlegðaráhrifin af hugbúnaðarlausn Klappa og ráðgjöf EFLU eru ótvíræð. Saman getum við boðið viðskiptavinum hnökralausa upplifun, allt frá stuðningi við gagnaöflun og greiningu til stefnumótunar og lokaskýrslugerðar. Við erum mjög ánægð með að hefja samstarf við Klappir til að aðstoða íslensk fyrirtæki enn frekar til að vera í fararbroddi á sviði sjálfbærni,segir Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs hjá EFLU.

Þær Íris og Helga eru sammála um að þessi nálgun, sem sameinar ráðgjöf og hugbúnaðarlausn, sé hönnuð til að veita viðskiptavinum heildstæða sýn á umhverfisáhrif þeirra og gera þeim kleift að taka gagnadrifnar ákvarðanir sem styðja við sjálfbæran vöxt. Samstarfið mun að þeirra mati gegna lykilhlutverki í að styðja við metnaðarfull loftslagsmarkmið Íslands með því að veita viðskiptavinum aðgang að hugbúnaðarlausn og þeirri sérfræðiþekkingu sem nauðsynleg er fyrir gagnsæja og áreiðanlega upplýsingagjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“