fbpx
Föstudagur 10.október 2025
433Sport

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði Íslands gegn Úkraínu segist leita mikið til Arons Einars Gunnarssonar fyrrum fyrirliða liðsins til að fá ráð.

Aron Einar er mættur aftur í landsliðshópinn fyrir leiki gegn Úkraínu og Frakklandi, fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli á morgun.

Mynd/KSÍ

Hákon er varafyrirliði liðsins og tekur bandið þegar Orri Stein Óskarsson er meiddur.

Miðjumaður Lille var spurður út í það hvort hann leiti mikið til Arons sem var fyrirliði liðsins áður en Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun liðsins.

„Svo sannarlega, hann er alltaf að hjálpa mér og Orra. Það er langt síðan að Orri var hérna, Aron er alltaf tilbúinn að hjálpa,“ sagði Hákon Arnar á fréttamannafundi í dag.

Aron er 36 ára gamall og hefur lengi verið að. „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð, það er geggjað að hafa hann. Hann hjálpar manni alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Endrick líklega á förum frá Real í janúar – Lið á Englandi hefur áhuga

Endrick líklega á förum frá Real í janúar – Lið á Englandi hefur áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donni tekur við U19

Donni tekur við U19
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun