Íslenska karlalandsliðið mætir Úkraínu í afar mikilvægum leik í undankeppni HM á föstudag. Hér neðar er líklegt byrjunarlið Íslands í leiknum.
Strákarnir okkar hafa þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina, 5-0 stórsigur á Aserbaísjan og naumt 2-1 tap gegn Frökkum. Úkraína tapaði gegn Frökkum og náði aðeins jafntefli gegn Aserbaísjan.
Íslenska liðið getur því komið sér í frábæra stöðu upp á að enda í öðru sæti riðilsins með sigri á Úkraínu á föstudag. Svo er leikið við Frakka þremur dögum síðar. Báðir leikir fara fram hér heima.
Við spáum því að byrjunarlið Íslands verði það sama og gegn Aserbaísjan og þar af leiðandi geri Arnar Gunnlaugsson tvær breytingar frá síðasta leik í París.
Stefán Teitur Þórðarson og Albert Guðmundsson, sem var meiddur í Frakkaleiknum, koma þannig inn í liðið fyrir Mikael Neville Anderson og Daníel Tristan Guðjohnsen.
Líklegt byrjunarlið
Elías Rafn Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Egill Ellertsson
Stefán Teitur Þórðarson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Andri Lucas Guðjohnsen