Kannt þú að skera lauk án þess að fara að gráta? Ian Sutton er kokkur og fyrirlesari við Capital City-háskólann og ráðleggur fólki að byrja á því að flysja laukinn eins og hann leggur sig og geyma hann svo í loftþéttu íláti í ísskápnum áður en hann er skorinn.
„Þegar hann er orðinn kaldur þá er hægt að skera laukana í tvennt og saxa þá niður,“ segir Sutton sem segir þessa aðferð nauðsynlega til að hafa hemil á efnunum sem laukurinn gefur frá sér og veldur því að við tárumst.
„Kuldinn hægir á losun súlfat-efnanna sem valda því að þú grætur,“ segir kokkurinn.
Hann bætir við að það skipti einnig máli hvaða tól þú notar. Best er að nota mjög beittan hníf. Þannig verður skurðurinn hreinni sem lágmarkar tjónið á frumuveggjum lauksins.
„Bitlaus hnífur þýðir að kokkurinn þarf að þrýsta of mikið niður og kremur laukinn sem skaðar frumuveggina.“
Hann bendir á að mest af þessum efnum er að finna í rót lauksins svo best er að leyfa rótinni að vera í friði á meðan laukurinn er skorinn.
Sem sagt: flysja laukinn, kæla hann, skera hann með beittum hníf og láta rótina í friði.