Starfsmaður í leikskólanum Múlaborg, sem var handtekinn á dögum, er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri en tíu börnum. Þetta kemur fram í frétt RÚV í hádeginu.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðahaldi síðan málið kom upp um miðjan ágúst og hann var handtekinn. Komst það upp þegar barn á leikskólanum sagði foreldrum frá meintri refsiverði háttsemi mannsins. Hanná að hafa játað brotið sem leiddi til handtökunnar við yfirheyrslu en nú virðist sem fleiri mál sem tengjast honum séu að koma upp.
Hefur RÚV eftir Bylgju Hrönn Baldursdóttur, yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglu, að mikill þungi sé lagður í rannsókn málsins en að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um efnisatriði þess.
Þá upplýsti hún um að lögregla sé með til rannsóknar kynferðisbrot í öðrum leikskóla í Reykjavík sem kom upp í síðustu viku.