Sævar Atli Magnússon var hetja Brann gegn Utrecht í Evrópudeildinni í kvöld, skoraði hann eina mark liðsins í 1-0 sigri á heimavelli. Eggert Aron Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Brann.
Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður í liði Panathinaikos sem tapaði gegn Go Ahead Eagles á heimavelli.
Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille sem vann frábæran 0-1 sigur gegn Roma á útivelli í þessari sömu keppni.
Daníel Tristan Guðjohnsen var rekinn af velli í 3-0 tapi Malmö gegn Viktori Plzen frá Tékklandi, rauða spjaldið fékk Daníel undir lok leiks.
Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland sem vann magnaðan 2-3 sigur á Nottingham Forest á útivelli.
Í Sambandsdeildinni spilaði Albert Guðmundsson átján mínútur í 2-0 sigri Fiorentina á Sigma frá Tékklandi.
Logi Tómasson lék allan leikinn í 1-0 sigri Samsunspor á Legia Varsjá frá Póllandi.