fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. október 2025 10:00

Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar. Mynd/Daníel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ og núverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar hyggst reisa knatthöll á Ólafsfirði á næsta ári. Hefur málið verið samþykkt í bæjarstjórn.

„Í samræmi við samþykkt um breytingu á „Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023 – 2035″ leggur bæjarstjóri til að hafist verði handa við undirbúning á útboði á 72×50 m knatthúsi í Ólafsfirði, breytingu á skipulagi sem nauðsynlegt er og að heimild verði gefin til fjármögnunar á verkefninu með lántöku á hagstæðum kjörum,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkiti samhljóða með 7 atkvæðum tillögu um að hafist verði handa við undirbúning á útboði á 72 x 50 m knatthúsi í Ólafsfirði, breytingu á skipulagi sem nauðsynleg er og veitir bæjarstjóra heimild til þess að óska eftir tilboðum í lánveitingu til að fjármagna verkefnið.

„Bæjarstjórn leggur áherslu á að nauðsynleg gögn til útboðs, breytingu á skipulagi og til lántöku verði hraðað þannig að hægt verði að setja verkefnið af stað með það að markmiði að það verði framkvæmt á árinu 2026,“ segir einnig.

Ljóst er að það væri mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið að fá knatthús sem bætir aðstöðu í sveitarfélaginu til mikilla muna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Berg setur stefnuna á landsliðið í golfi eftir að Arnar setti hann út í kuldann

Jóhann Berg setur stefnuna á landsliðið í golfi eftir að Arnar setti hann út í kuldann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill lítið gefa upp um fjaðrafokið í kringum fyrirhuguð skipti til Liverpool

Vill lítið gefa upp um fjaðrafokið í kringum fyrirhuguð skipti til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga