fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Albert með nýjar upplýsingar um brottrekstur Davíðs Smára – Segir stjórnina hafa hertekið klefann á Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason sérfræðingur Dr. Football var með nokkuð ítarlega skýrslu um það sem gerst hefur hjá Vestra síðustu vikur, Davíð Smári Lamude var rekinn úr starfi þjálfara í vikunni.

Þrír leikir eru eftir í Bestu deildinni og Vestri ekki í fallsæti, liðið hefur hins vegar spilað illa undanfarið. Brottrekstur Davíðs kom á óvart enda ekki langt síða að hann vann það magnaða afrek að gera liðið að bikarmeisturum.

„Nú er umræða um að Davíð Smári hafi misst klefann? Það er ekki séns, í fyrra fóru þeir í gegnum níu leiki án þess að vinna leik,“ sagði Albert Brynjar í Dr. Football en hann lék undir stjórn Davíðs í Kórdrengjunum.

Albert segir að Davíð hafi fengið boð um nýjan samning í ágúst. „Tveimur dögum fyrir bikarúrslit fær hann nýjan samning, sama samning og hann var á. Bara tímasetning að bjóða hann þar er skrýtin.“

Fáir leikmenn Vestra vita hvað framtíðin ber í skauti sér og segir Albert. „Það eru þrír leikmenn á samningi, eftir að þeir vinna bikarinn. Þá fer stjórn Vestra að halda að allir vilji vera áfram, Sammi (Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra) gefur það út að þeir ætli að semja við ákveðna leikmenn. Við erum að tala um leikmenn sem búa saman, erlendir leikmenn sem búa saman. Annar fær tilboð en hinn ekki, það byrjar kergja þar á milli.“

Í 22. umferð fékk Vestri skell gegn KA á Akureyri þar sem Albert segir að stjórn Vestra hafi hertekið klefann. „Þeir tapa 4-1 fyrir KA á Akureyri, þjálfarateymið fær ekki að fara inn í klefa. Stjórnin tekur hálftíma með fund með leikmönnum og vildu finna út hvað væri að.“

Albert segir að einn besti leikmaður Vestra hafi fengið boð um að vera áfram en ekki enn viljað taka því. „Diego Montiel fram á við er einn þeirra besti leikmaður, hann fær boð um nýjan samning sem er alveg sami samningur og hann var á. Það er eins og stjórnin hafi misst sig eftir þennan sigur í bikarnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði